Fréttamynd

Enginn náð í fleiri stig en Mc­Kenna síðan hann tók við Ipswich

Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Kane skoraði en Bayern tapaði

Stuttgart vann 3-1 sigur á Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var síðasti leikur Bæjara fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle fór illa með Jóa Berg og fé­laga á Turf Moor

Newcastle vann stórsigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og það á heimavelli Burnley. Nottingham Forest fór á sama tíma langleiðina með því að bjarga sér frá falli og gera stöðuna enn verri fyrir Burnley. Stoðsending frá Jóhanni Berg breytti litlu.

Enski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar búnir að velja besta FH-lið sögunnar

Knattspyrnudeild FH hefur í vor staðið fyrir kosningu um bestu leikmenn í sögu karlaliðs félagsins og var úrvalsliðið kynnt fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Bestu deildinni í sumar, sem var á móti Vestra í dag.

Sport
Fréttamynd

Með sjö í þremur: „Kannski margir sem af­skrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“

Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn